Elko opnar á Akureyri á morgun

Elko opnar á Akureyri á morgun

Raftækjaverslunin Elko opnar á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 10. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til fjölmiðla.

Verslunin sem verður 1000 fermetrar verður staðsett að Tryggvabraut 18, með aðgengi að Furu­völl­um að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá versl­un­inni.

Sjá einnig: Elko opnar verslun á Akureyri

Samkomutakmarkanir hafa sett strik í reikninginn við opnunina sem hefur staðið til í nokkurn tíma. Við opnunina á morgun verður hugað að öllum sóttvörnum eins og best verður á kosið. Til að mynda verður grímuskylda og fjöldatakmörkun.

„Með opnuninni er ELKO að stíga stórt og mikilvægt skref í átt að því að færa þjónustuna ásamt gríðarlegu vöruúrvali nær viðskiptavinum sínum á Norðurlandi, en viðskiptavinir hafa margir hverjir beðið lengi eftir þessari opnun,“ segir Haukur Már Hergeirsson, verslunarstjóri ELKO á Akureyri.

Tíu starfs­menn verða í fullu starfi í versl­un­inni og má reikna með svipuðum fjölda í hluta­starfi.

Styrkja Kaffið.is

Sambíó

UMMÆLI