Emmsjé Gauti heldur útgáfutónleika á Græna hattinum

Emmsjé Gauti heldur útgáfutónleika á Græna hattinum

Emmsjé Gauti gaf út sína fimmtu plötu nú á dögunum, platan ber heitið FIMM.

Útgáfutónleikar fyrir nýju plötuna verða haldnir á Græna hattinum föstudaginn 19. október næstkomandi kl: 22:00.

„Ég verð með útgáfutónleika á Græna hattinum Akureyri en næ örugglega ekki að halda sama dæmið fyrr en eftir áramót í RVK þannig hörðustu aðdáendurnir þurfa að keyra norður til að fá plötuna út í gegn live fyrir áramót,“ segir Gauti.

Hægt að er hlusta á nýju plötuna á Spotify, hérna. Og miðar á útgáfutónleikana er hægt að fá á tix.is og grænihatturinn.is.

UMMÆLI