Endurbætur á Íþróttahúsinu við Glerárskóla hefjast á næsta ári

Farið verður í endurbætur á Íþróttahúsinu við Glerárskóla á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi frístundaráðs Akureyrarbæjar í september.

Ungmennaráð Þórs í körfubolta hefur ákveðið að hætta við æfingar í húsinu í óákveðinn tíma eftir að önnur af stóru körfunum þar féll niður í upphafi æfingar í gær. Öryggisgrind greip körfuna en í yfirlýsingu segir Ingi Þór Ágústsson formaður unglingaráðs að aðstæður í húsinu séu einfaldlega ekki boðlegar lengur.

Ellert Örn Erlingsson yfirmaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ segir að strax verði farið í að yfirfara körfurnar og gólfið og að endurbætur í húsinu muni svo hefjast á næsta ári.

Sjá einnig:

Telja að ekki sé hægt að tryggja öryggi iðkenda í Íþróttahúsinu við Glerárskóla

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó