Endurbygging á Torfunefsbryggju hafin

Endurbygging á Torfunefsbryggju hafin

Framkvæmdir eru nú hafnar við Torfunefsbryggju þar sem að ætlunin er að stækka bryggjuna og markmiðið er að byggja upp aðlaðandi svæði þar sem að fólk getur komið saman og notið þess að vera í nálægð við hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar sem má lesa í heild hér:

„Bryggjan og nærsvæði hennar mun einnig hýsa ýmiskonar þjónustu, líkt og veitingastaði og verslanir. Í vetur verður farið í að reka niður stálþil og stækka bryggjuna en í framhaldinu mun uppbygging á svæðinu fara fram.

Arkitektastofan Arkþing/Nordik bar sigur úr bítum í samkepnni um hönnun svæðisins fyrr á þessu ári og hefur umsjón með hönnuninni. Þegar tilkynnt var um úrslitin var m.a. sagt um tillöguna: Meg­in­at­riði vinn­ingstil­lögu Arkþing/​Nordic felst í fjöl­breytt­um út­i­rým­um sem mótuð eru með sjö bygg­ing­um, ólík­um að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdrag­anda að Hofi, en göngu­leiðin þangað er end­ur­bætt á áhuga­verðan hátt. Þessi nýja byggð mynd­ar fjöl­breytta bæj­ar­mynd séð frá Poll­in­um auk þess sem götu­mynd Gler­ár­götu er mótuð m.a. með út­rým­um mót vestri. Þjón­ustu­húsi hafn­ar­inn­ar er komið fyr­ir und­ir settröpp­um sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyr­ir teng­ingu við inn­i­rými syðstu hús­anna.

Myndbandið að neðan lýsir í megindráttum hugmyndinni að baki hönnun Arkitektastofunnar Arkþing/Nordik.“

Sambíó

UMMÆLI