Engin ný smit um helgina – Svörtustu spár ekki gengið eftirMynd: Kaffid.is/Jónatan.

Engin ný smit um helgina – Svörtustu spár ekki gengið eftir

Engin á Norðurlandi eystra greindist með covid-19 um helgina samkvæmt tölum covid.is. Tala smitaðra hefur ekki hækkað síðastliðna 10 daga, en hún stendur enn í 46. Aðeins eru 47 manns í sóttkví á svæðinu skv. covid.is.

,,Allt lítur út fyrir að COVID-19 faraldurinn sé á undanhaldi. Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart hve fá tilfelli hafa komið upp á Norðurlandi. Þegar viðbúnaður sjúkrahússins var undirbúinn var tekið mið af svörtustu spám og að um 10 til 12% tilfella sem þyrftu á sjúkrahúsvist að halda kæmu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Sem betur fer hafa svörtustu spár ekki gengið eftir en svipað hlutfall Covid-19 smitaðra sjúklinga hefur komið á sjúkrahúsið og reiknað var með,“ segir Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í pistli á heimasíðu sjúkrahússins. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Lögreglan á Norðurlandi eystra brýnir þó enn fyrir fólki að fara áfram varlega og fylgja reglum um samkomubann og fjarlægðarmörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó