Enginn greindist með Covid á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring

Enginn greindist með Covid á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring

Ekkert nýtt Covid smit greindist á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring. Enginn er nú lengur á farsóttarhúsinu á Akureyri og enginn er inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

„Við erum þó ennþá með töluvert af smitum og ástæða til að halda áfram að fara varlega. Fundur var haldinn í morgun með almannavarnarnefnd og viðbragðsaðilum á okkar svæði og höfum við áður nefnt hvað það er öflugt að þessir aðilar komi reglulega saman og upplýsi hvorn annan. Hvetjum ykkur til að kíkja á stöðufærslu veðurstofunnar sem að við deildum í morgun. Það er gul viðvörun. Útlit fyrir fremur slæmt veður.Farið varlega og eigið góðan dag,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

22 eru nú í einangrun á svæðinu og 19 í sóttkví.

UMMÆLI

Sambíó