„Enginn kannaði hvort dóttir mín hafði slasast eða aðstoðaði hana á nokkurn hátt“

„Enginn kannaði hvort dóttir mín hafði slasast eða aðstoðaði hana á nokkurn hátt“

Móðir stúlku sem ekið var á við Hlíðarbraut um klukkan 16:00 í gær segir það leitt að enginn hafi stoppað og athugað hvort að dóttir hennar hafi slasast eða til að aðstoða hana á nokkurn hátt eftir slysið.

Móðirin lýsir atvikinu á hverfisgrúppu Síðuhverfis á Facebook. Hún segir að stúlkan hafi verið að hjóla yfir Hlíðarbraut á gangbrautinni fyrir neðan Dvergagil.

Sjá einnig: Ekið á hjólandi vegfaranda á Akureyri – Lögreglan óskar eftir vitnum

„Umferðin til norðurs stoppar og hleypir henni yfir en bíllinn á leið til vesturs keyrir á hana. Hún var sem betur fer komin langleiðina yfir svo bíllinn keyrði á afturdekkið á hjólinu. Við það dettur dóttir mín, slasast ekki mikið en síminn sem hún hafði í vasanum mölbrotnar. Bílstjórinn var ung dökkhærð stúlka á gráum smábíl. Enginn kannaði hvort dóttir mín hafi slasast eða aðstoðaði hana á nokkurn hátt og þykir mér það miður,“ skrifar móðirin á Facebook.

Hún óskar eftir því að þeir sem mögulega hafa orðið vitni af atvikinu eða að unga stúlkan sem varð völd að slysinu setji sig í samband við hana. Færslu móðurinnar má finna á Facebook hóp Síðuhverfis með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó