Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi reið yfir jarðskjálfti að stærðinni 3,8 austan við Grímsey. Síðustu þrjá daga hafa öllu meiri skjáftar átt sér stað á svipuðu svæði, að stærðinni 4,7 og 5.
Á vef RÚV kemur fram að nokkuð hafi dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Frá því í gærmorgun hafa orðið á milli 1200-1300 skjálftar skv. náttúruvárvakt Veðurstofunnar.
UMMÆLI