Er hægt að finna hamingjuna í 15 pörum af Nike skóm?

Kristín Hólm Geirsdóttir skrifar.

Kristín Hólm Geirsdóttir skrifar.


Kristín Hólm Geirsdóttir er 23 ára akureyringur búsett á Írlandi. Við fengum að birta pistil sem hún skrifaði um hamingjuna á facebook síðu sína í dag.

Mér var einu sinni bent á það að ef ég er hamingjusöm þá þarf ég ekkert annað. Mín hamingja sé það eina sem ég þarf í lífinu, ef ég finn hana þá mun ég lifa besta hugsanlega lífi, ever. Nú þar sem ég er sammála þessu upp að ákveðinni prósentu þá tek ég þetta til mín og ég trúi því vel að þessi svo kallaða innri “hreina” hamingja sé lykill að því Instagram fullkomna lífi sem allir eltast uppi við að lifa.

En svo eru það þessir rasshausar sem taka öllu svo bókstaflega og snúa þessu upp í einhverskonar helgirit sem lætur fólki líða verr fyrir það eitt að finnast gaman að kaupa sér dýra hluti eða ganga í Levis gallabuxum.

Ég ætla að fara varlega í það að hrauna yfir þessa innri hamingju þar sem mörg mín skrif eru einmitt um það hversu mikilvægt það er að vera hamingjusamur. En þegar ég tala um þessa hamingju þá er hún aðalega meint í þeirri meiningu um að vera hamingjusöm/samur með þá persónu sem þú ert. Þessi 100% þú klisja, en þessari klisju trúi ég fastlega en ég er stundum smá klisjótt (því oftar sem ég skrifa þetta orð fer ég að efast um að þetta sé orð?).

Við hittumst einu sinni á tveggja vikna fresti (við fólkið í náminu mínu) í svokallað þjálfara hringborð (á beinþýddri íslensku) og ræðum ýmis þjálfaramál. Nú, ég hef komist að því að þegar þjálfarar frá hinum ýmsu íþróttum og menningum hittast yfir hringlaga þjálfaraborði (stundum er borðið ekki einu sinni hringlaga og einu sinni sátum við ekki við borð) þá fer allt til fjandans. Mér finnst mjög gaman þegar allt fer til fjandans og þar að leiðandi mæti ég alltaf, tilbúin að rífast um hin ýmsu málefni.

Einhverra hluta vegna eins og svo oft þegar fólk rökræðir fór umræðuefnið út í eitthvað bull og áður en við vissum vorum við að ræða eitthvað allt annað en þjálfun. Sem fékk mig til þess að ulla þessum pistil útur mér.

Rasshausanir sem ég talaði um fyrr í þessum skrifum er þetta fólk sem heldur því fram að þeirra hamingja sé ekki af veraldlegum hlutum. Þetta fólk heldur því fram að það gæti lifað í pappakassa en verið jafn hamingjusamt og ef það ætti risa villu, eða fína íbúð. Það er gott og blessað, greyið þau. Ég vil bara endilega koma því fram að það er engin skömm í því að vilja eyða pening í kertastjaka sem kostar 10þúsund eða gagnlaust skraut sem situr upp í hillu, en það er drullu töff. Ég keypti mér einu sinni kápu sem kostaði 30 þúsund og mér fannst hún margfalt meira töff af því að hún var keypt í Monki – og það er drullu töff merki. Ég hef farið í hana max 5 sinnum en þegar ég fer í hana finn ég hvernig ég hækka um töffaragráðu – þessi kápa er sko Monki people! Þessi kápukaup fullnægðu minni “tímabundnu hamingju” – ég líki þessi þessari hamingju við snakkpoka át – þú ert ekki hamingjusöm/samur afþví að þú borðar snakk en snakkið (gult Lays GOD DAMN) fullnægir þessari tímabundnu hamingju og það er oft einhver skömm í því að leita þessa hamingju uppi og ég hlusta oft á fólk gagngrýna aðra harkalega fyrir það eyða pening í eitthvað “tísku bull”.

Rasshausanir hafa samt rétt fyrir sér, það er mjög mikilvægt að vera hamingjusöm/samur og þá sérstaklega með sjálfan sig og ekki binda hamingjuna við annað fólk og því mikilvægt að vera glöð/glaður í sínum eigin félagsskap (sem er efni í annan pistil). En ég er bara svo innilega ósammála því að hlutir eða að “leyfa sér” geti ekki gert mann hamingjusaman, eða ég ætla að orða þetta betur geti ekki AUKIÐ hamingjuna. Ég held því fram að ef þú ert hamingjusöm/samur með hver þú ert og svalar þessari þörf á veraldlegum hlutum þá ertu að hámarka þína hamingju. En það þarf að passa að hamingjan sé ekki eingöngu vegna þeirra hluta sem þú átt.

Ég get alveg viðurkennt það að ég elska að kaupa merkjavörur og ég mun alveg pottþétt kaupa mér eitthvað rándýrt drasl til þess að skreyta mína framtíðar íbúð með. Mig langar líka að keyra risa jeppa þegar ég er stór og geta ferðast án þess að fara á hausinn. Þetta þýðir að eitt af mínum hvatningum til þess að verða góð í því sem ég geri eru peningar. Peningar heilla alla, en ekki allir þora að viðurkenna að það sé partur að þeirra hvatningu. Þetta tekur ekki af mér að aðal ástæða þess að ég vil vera góð í því sem ég geri er hreint og beint “passion” fyrir þessu sviði. Öll mín sál og allur minn hugur fer í að vera góð, best, afþví að það er ekkert betra í heiminum en að hjálpa metnaðafullu íþróttafólki að verða betra og fylgjast með þeirri gleði sem fylgir því og ég mundi vel gera það frítt eða fyrir lítið ef við færum út þá sálma.

En ég á líka 8 pör af Nike skóm en langar að eiga 15.
KHG

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó