Er hið fræga „Humm“ hljóðið sem er að angra Akureyringa?

Er hið fræga „Humm“ hljóðið sem er að angra Akureyringa?

Dularfullt hljóð sem heyrst hefur á Akureyri hefur vakið athygli undanfarið. Margar tilgátur eru til um hvað valdi hljóðinu en engin þeirra hefur verið staðfest enn.

Það þarf þó ekki að vera að hljóðið sé einungis að herja á Akureyringa en samsæriskenningarfólk um allan heim hefur lengi fjallað um fyrirbæri sem kallast „The Hum“ eða Hummið.

Sjá einnig: Sérfræðingar Domino’s leysa ráðgátuna á Akureyri

Það er sagt að um tvö prósent af íbúum jarðarinnar hafi heyrt hljóðið sem virðist skjóta upp kollinum á ákveðnum stöðum yfir stutt tímabil.

Í umfjöllun Thoughty 2 á Youtube um hljóðið koma fram margar kenningar en sú algengasta er að hljóðið komi frá sjónum og heyrist því oftar í borgum og bæjum sem eru staðsett nálægt hafinu.

Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan en myndbandið er á ensku.


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó