Esther Fokke til Þórs

Esther Fokke til Þórs

Hollenska landsliðskonan Esther Fokke hefur samið við körfuboltadeild Þórs og mun leika með liðinu á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þórsara þar sem segir að Fokke sé 186 cm á hæ og spili sem framherji.

Esther lék á síðasta tímabili með Marburg í efstu deild Þýskalands. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, segist afar spenntur fyrir því að fá Esther til Akureyrar.

„Nú fer allt að smella í tæka tíð fyrir tímabil og það er frábært að Esther bætist í hópinn. Hún kemur til með að hjálpa okkur mikið á báðum endum vallarins ásamt því að hækka meðalhæðina umtalsvert,“ segir Daníel Andri á vef Þórsara.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó