Ethel fær ásjónu

Ethel fær ásjónu

Ethel Hague Rea starfaði hér á landi á vegum ameríska Rauða krossins á stríðsárunum. Meðfylgjandi ljósmynd er af Ethel að skenkja kaffi í bolla fyrir tvo setuliðsmenn í tómstundamiðstöð Rauða krossins á Íslandi árið 1942. Myndin er sú hin sama og nefnd hefur verið til sögunnar í umfjöllun Grenndargralsins um „Nótnahefti sópransöngkonunnar“. 

Nótnahefti merkt Ethel í bak og fyrir, fannst í  fórum tónlistarmannsins Ingimars Eydal að honum látnum. Í samstarfi við Ástu Sigurðardóttur ekkju Ingimars, reynir Grenndargralið að komast að því hver sagan á bak við sópransöngkonuna og Rauðakross-starfsmanninn Ethel Hague Rea er og hvernig Ingimar eignaðist nótnahefti sem tilheyrði henni.

Heimildir um Ethel Hague Rea eru af skornum skammti. Eftir því sem Grenndargralið best veit er hér um einu myndina að ræða af Ethel sem fáanleg er á veraldarvefnum. Myndin er fengin af eBay.com en hún er dagsett 4. október 1942. Þar má finna hana undir yfirskriftinni 1942 Press Photo Miss Ethel Hague Rea Services Hot Coffee To Soldiers In Iceland. Myndin er verðlögð á 34 dollara.

Ef einhver telur sig hafa upplýsingar um Ethel Hague Rea, t.d. ljósmyndir, er rétt að benda á facebook-síðu Grenndargralsins. Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Bakhlið myndarinnar

UMMÆLI

Sambíó