Eyþór Ingi gefur út jólalag

Skjáskot úr myndbandi Eyþórs.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson gaf út nýja útgáfu af jólalaginu sínu Desemberljóð í dag. Myndbandið sem hann gaf út á youtube er tekið upp í svo kölluðu live acoustic session sem lýsir sér þannig að þetta er óunnin upptaka af efninu.

Þarna fer Eyþór Ingi á kostum eins og venjulega í þessu fallega jólaljóði en hann samdi lagið sjálfur og Nina Richter samdi textann. Halldór Smárason sá um útsetningu.
Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið frá Eyþóri:

UMMÆLI