Fá landsliðsverkefni metin sem valgrein

Fá landsliðsverkefni metin sem valgrein

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri sem keppa fyrir landslið Íslands í sínum íþróttum geta nú sótt um að fá landsliðsverkefni metin sem valgrein.

MA-ingar eru mörg á kafi í íþróttum og innan skólans er landsliðsfólk i íshokkí, fimleikum, skautum, golfi, skíðum og boltaíþróttum – og mögulega gleymist einhver grein. Skólinn kemur til móts við nemendur með sveigjanleika í mætingu og með undanþágu frá skólaíþróttum. Nú geta nemendur einnig sótt um að fá landsliðsverkefni metin sem valgrein,“ skrifar Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari, á vef skólans.

Til þess að fá landsliðsverkefnin metin þurfa nemendur skólans að fylla út umsóknareyðublað og skila í afgreiðslu skólans eða til brautastjóra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó