Fækkar um átta í einangrun á Norðurlandi eystra

Fækkar um átta í einangrun á Norðurlandi eystra

Virk smit á Norðurlandi eystra eru nú 108 og fækkar því um 8 virk smit frá því í gær þegar 116 virk smit voru skráð á svæðinu. Þetta kemur fram á covid.is í dag.

175 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra í dag og sex eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna veirunnar.

11 ný smit greindust á Íslandi síðastliðinn sólarhring. Búast má við því að Lögreglan á Norðurlandi eystra birti lista yfir ný smit á Norðurlandi eystra síðar í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó