fbpx

Fækkar um fjóra í einangrun á Norðurlandi eystra

Fækkar um fjóra í einangrun á Norðurlandi eystra

Virkum smitum vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra fækkar á milli daga. 6 einstaklingar eru nú í einangrun á svæðinu samanborið við 10 í gær. 7 eru í sóttkví. Þessar upplýsingar eru samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.

Eitt smit greindist á svæðinu í fyrradag en í gær fjölgaði virkum smitum úr 9 í 10. Einstaklingurinn sem greindist var í sóttkví.

UMMÆLI