Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra

Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa fagnað ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að fresta lokun fangelsis á Akureyri til 15. september.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir á Facebook síðu sinni að frestunin gefi tíma til þess að vinna málið betur og sýna fram á mikilvægi þess að þjónustan verði áfram veitt á Akureyri.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálstæðisflokksins, skrifar á Facebook síðu sinni að honum finnist Áslaug maður að meiri að taka ákvörðunina og þakkar henni fyrir að hlusta á bæjarstjórnina á fundi þeirra síðastliðinn þriðjudag.

„Ég treysti því að lögregluembættið hér fyrir norðan fái að koma að matsferli ríkislögreglustjóra, því áhrif lokunarinnar ná yfir allt Norðurland en ekki bara Akureyri,“ skrifar Gunnar á Facebook síðu sinni.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs hjá Akureyrarbæ, tekur undir með kollegum sínum og segist treysta á að sá festur sem hefur verið gefinn verði nýttur til að skoða heildarmyndina, vinna málið betur og sýna fram á mikilvægi þess að þjónustan verði áfram veitt á Akureyri.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir þetta vera gott og mikilvægt skref en minnir á að málinu sé ekki lokið. „Það er stuttur tími til 15.september og vona ég að tíminn verði nýttur vel til að fara vel og vandlega yfir málið. Algjört lykilatriði verður að gott og öflugt samráð verði við lögregluembættið hér á svæðinu,“ skrifar hún á Facebook síðu sinni.

Sambíó

UMMÆLI