Fagna því að fá sitt eigið flug­fé­lag á Ak­ur­eyr­arflug­völl – 20 störf verða til á Ak­ur­eyri

Fagna því að fá sitt eigið flug­fé­lag á Ak­ur­eyr­arflug­völl – 20 störf verða til á Ak­ur­eyri

Nicea­ir, fé­lag um milli­landa­flug á Ak­ur­eyri, hef­ur verið stofnað og er áætlað jóm­frú­arflug 2. júní næst­kom­andi. Nafn­inu Nicea­ir er ætlað að vísa til Norður Íslands og mun fé­lagið sinna þar vax­andi markaði svæðis­ins fyr­ir bæði heima­menn og er­lenda ferðamenn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nicea­ir.

Sjá einnig: Hefja millilandaflug til Akureyrar í sumar

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Þor­valdi Lúðvíki Sig­ur­jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Nicea­ir að for­send­ur fyr­ir flugi til og frá Ak­ur­eyri hafa breyst veru­lega frá því sem áður var. 

„Stofn­un Nicea­ir kem­ur í kjöl­far tveggja ára rann­sókn­ar­vinnu í sam­vinnu við er­lenda og inn­lenda aðila. Ætlun fé­lags­ins er að festa í sessi áætl­un­ar­flug allt árið á er­lenda áfangastaði frá Ak­ur­eyr­arflug­velli. Þetta mun í senn bæta lífs­skil­yrði ein­stak­linga á svæðinu,bæta aðgengi er­lendra ferðamanna að Norður­landi, og síðast en ekki síst stór­eykst sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja á svæðinu.“

Til að byrja með verður flugrekstr­ar­leyfi Nicea­ir í hönd­um evr­ópsks flugrek­anda. Ætla má að um 20 störf muni skap­ast á Ak­ur­eyri en áhafn­ir verða bæði inn­lend­ar og er­lend­ar, og launa­kjör sam­bæri­leg þeim sem ger­ast á ís­lensk­um vinnu­markaði. Þjálf­un áhafna mun fara fram bæði á Íslandi og er­lend­is.

Flug Nicea­ir til Ak­ur­eyr­ar er lík­legt til að styðja við heils­ársþjón­ustu um allt land. Það hefur lengi verið mark­mið ferðaþjón­ust­unn­ar og rann­sókn­ir frá Ferðamála­stofu hafa sýnt fram á að 70% end­ur­komuf­arþega til Íslands vilji kom­ast beint út á land. 

„Við erum gríðarlega ánægð að fá okk­ar eigið flug­fé­lag á Ak­ur­eyr­arflug­völl. Hér í norðrinu er ört vax­andi borg­ar­sam­fé­lag sem verður að hafa áætl­un­ar­flug á milli landa á helstu áfangastaði fyr­ir fólk og frakt. Það hef­ur verið sam­eig­in­legt átak hjá mörg­um hagaðilum hér fyr­ir norðan um langt skeið að byggja upp áfangastaðinn og þetta er afar já­kvætt og stórt skref sem við sjá­um hér stigið,“ segir Hjör­dísi Þór­halls­dótt­ur flug­vall­ar­stjóra Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar.

„Við sjáum fram á vöxt á næstu árum. Það er mikilvægt að geta gripið tækifæri til frekari vaxtar eftir því sem eftirspurn eykst. Við hlökkum til að taka höndum saman með Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands, Austurbrú og stjórnvöldum við að kynna Norður- og Austurland sem nýja áfangastaði á Íslandi“, segir Þorvaldur Lúðvík að lokum.  

Áfangastaðir verða kynnt­ir á næstu vik­um og mun sala hefjast strax í kjöl­farið á heimasíðu fé­lags­ins, www.nicea­ir.is. Bók­un­ar­vél Nicea­ir verður tengd Dohop og öðrum er­lend­um  bók­un­ar­vél­um sem ein­fald­ar farþegum fé­lags­ins að bóka sig beint á milli Ak­ur­eyr­ar og áfangastaða er­lend­is um tengi­velli fé­lags­ins í Evr­ópu. 

UMMÆLI