Falla tímabundið frá flutningi Punktsins í Víðilund

Falla tímabundið frá flutningi Punktsins í Víðilund

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að falla tímabundið frá flutningi á rekstri Punktsins, handverksmiðstöðvar, frá Rósenborg yfir í Víðilund. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess ástands sem ríkir nú í samfélaginu vegna Covid-19.

Sjá einnig: Varðveisla Punktsins handverksmiðstöðvar

Til hefur staðið á þessu ári að færa starfsemi Punktsins að hluta til upp í Víðilund. Bæjarráð samþykkti með fimm samhljóða atkvæðum að falla tímabundið frá flutningnum. Auk þess er fallið frá tímabundinni lokun Glerárlaugar í sumar.

UMMÆLI