Fastagestir mættir stundvíslega í sund í morgun

Fastagestir mættir stundvíslega í sund í morgun

Sundlaugar landsins opnuðu á nýjan leik í dag eftir samkomubann. Sundlaugar Akureyrar hafa líkt og aðrar sundlaugar landsins verið lokaðar frá 24. mars vegna Covid-19.

Í Sund­laug Ak­ur­eyr­ar voru fasta­gest­irn­ir mætt­ir stund­vís­lega í morg­un en ekki hef­ur þurft að tak­marka aðgang að laug­inni það sem af er morgni að því er kemur fram á mbl.is. Gott veður er á Ak­ur­eyri og eiga starfs­menn von á að marg­ir nýti góða veðrið til sundiðkun­ar. 

Sjá einnig: Tíminn vel nýttur í Sundlaug Akureyrar

Í sundlauginni á Akureyri var samkomubannið nýtt til nauðsynlegra framkvæmda á búnings- og sturtuklefum og nú er unnið að því að leggja lokahönd á verkið. Þrátt fyrir að framkvæmdum sé ekki alveg lokið þá þurfti ekki að fresta opnun vegna þess að líkamsræktarstöðin World Class hefur lánað búningsklefa til afnota fyrir sundlaugargesti fyrstu dagana.

UMMÆLI