KIA

Fastagestir mættir stundvíslega í sund í morgun

Fastagestir mættir stundvíslega í sund í morgun

Sundlaugar landsins opnuðu á nýjan leik í dag eftir samkomubann. Sundlaugar Akureyrar hafa líkt og aðrar sundlaugar landsins verið lokaðar frá 24. mars vegna Covid-19.

Í Sund­laug Ak­ur­eyr­ar voru fasta­gest­irn­ir mætt­ir stund­vís­lega í morg­un en ekki hef­ur þurft að tak­marka aðgang að laug­inni það sem af er morgni að því er kemur fram á mbl.is. Gott veður er á Ak­ur­eyri og eiga starfs­menn von á að marg­ir nýti góða veðrið til sundiðkun­ar. 

Sjá einnig: Tíminn vel nýttur í Sundlaug Akureyrar

Í sundlauginni á Akureyri var samkomubannið nýtt til nauðsynlegra framkvæmda á búnings- og sturtuklefum og nú er unnið að því að leggja lokahönd á verkið. Þrátt fyrir að framkvæmdum sé ekki alveg lokið þá þurfti ekki að fresta opnun vegna þess að líkamsræktarstöðin World Class hefur lánað búningsklefa til afnota fyrir sundlaugargesti fyrstu dagana.

UMMÆLI

Sambíó