Fátækt barnaSigrún Steinarsdóttir skrifar

Fátækt barna

Sigrún Steinarsdóttir skrifar

Í nýjustu skýrslu Save the children fyrir árið 2021 kom fram að 13,1 prósent barna á Íslandi búi við fátækt. Það þýðir að um 10 þúsund börn á Íslandi búi við fátækt.

Ef það er sett í samhengi þá bjuggu 11.014 manns á Austfjörðum, þ.e. Fjarðabyggð, Múlaþingi, Vopnafjarðahreppi og Fljótdalshéraði, sama ár. Það væri því nánast eins og að allir á Austfjörðum byggju við fátækt.

Í sömu skýrslu Save the children kemur fram að 24,1 prósent heimila eigi erfitt með að ná endum saman. Sorglega oft er það því miður þannig að börn á þessum heimilum fá aðeins heita máltíð í skólanum þar sem að foreldrar hafa ekki efni á að gefa þeim mat á kvöldin eða nesta þau í skólann.

Undanfarið hefur verð á nánast öllu hækkað gríðarlega eins og við öll vitum. Húsaleiga, vextir af lánum, vöruhækkanir og margt fleira hefur gríðaleg áhrif á afkomu fólks. Laun hafa ekki hækkað í samræmi við allar þessar hækkanir. Ef þau gerðu það þá væru ekki svona mörg börn svöng, þá væru ekki svona margir fátækir á íslandi. 

Ég trúi því að það sé mikilvægt að það sé komið til móts við þessar fjölskyldur og þessi börn. Akureyrarbær getur til að mynda komið til móts við þær fjölskyldur sem búa hér með því að tekjutengja skólamáltíðir barna sem og að bjóða börnum í skólum bæjarins frían hafragraut á morgnana.

Með því að bjóða börnum hafragraut á morgnana í skólanum fá börnin að borða og mun það ekki kosta Akureyrarbæ mikinn pening.

Eins með því að tekutengja skólamáltíðir barna gefur það foreldrum kost á að eiga pening til að nesta börnin sín eða gefa þeim aðra máltíð heima.

Höfundur er umsjónarkona Matargjafa á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó