Félagsmenn FVSA njóta afsláttarkjara hjá NiceairEiður Stefánsson, formaður FVSA, og Sveinn Elías Jónsson, fjármálastjóri Niceair, handsala samstarfssamninginn.

Félagsmenn FVSA njóta afsláttarkjara hjá Niceair

Á dögunum skrifuðu Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og Niceair undir samstarfssamning sín á milli sem veitir félagsmönnum FVSA afsláttarkjör við kaup á inneignarbréfum hjá flugfélaginu.

„Akureyringar og nærsveitarmenn hafa hingað til þurft að nýta einn til tvo orlofsdaga aukalega í ferð til og frá Keflavík vegna ferða erlendis og því er þjónusta Niceair kærkomin hér á svæðinu. Við fögnum samstarfinu við flugfélagið, sem er frábær viðbót við orlofsmiðasölu félagsins, og vonum að það nýtist félagsmönnum vel“, sagði Eiður Stefánsson, formaður FVSA, af þessu tilefni.

Hvert fluginneignarbréf frá Niceair er að andvirði 32.000,- kr., en félagsmenn greiða 22.000,- kr. fyrir inneignina. Hver félagsmaður getur keypt samtals fjögur inneignarbréf á hverju almanaksári frá eftirtöldum fyrirtækjum: Niceair, Icelandair og Íslandshótel. 

Hægt er að nota inneignarbréfið frá Niceair til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins www.niceair.is.

Nánari upplýsingar um inneignarbréfin má finna hér.

UMMÆLI

Sambíó