Fimm af sjö smitum reyndust ekki vera á Norðurlandi eystra: „Stöðugar uppfærslur og greiningar“

Fimm af sjö smitum reyndust ekki vera á Norðurlandi eystra: „Stöðugar uppfærslur og greiningar“

Þegar tölur yfir einstaklinga í einangrun og í sóttkví voru uppfærðar á vef covid.is í morgun kom í ljós að sjö virk smit voru skráð á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá lögreglunni skömmu síðar voru einungis skráð 2 virk smit á svæðinu.

Í skriflegu svari til Kaffið.is segir Lögreglan á Norðurlandi eystra að ástæðan sé að það sé sífellt verið að uppfæra og greina hvar einstaklingar séu í einangrun. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir að fimm af þessum sjö smitum sem voru skráð á covid.is séu ekki í umdæmi hennar.

Einn einstaklingur er í einangrun á Akureyri og einn á Ólafsfirði. Fjórir einstaklingar eru skráðir í sóttkví á svæðinu, einn á Ólafsfirði og þrír á Akureyri.

Sjá einnig: Sjö virk smit skráð á Norðurlandi eystra

Sjá einnig: Bara tveir skráðir í einangrun hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra


UMMÆLI