Fimm milljónir fyrir nátturuböð í Eyjafirði

Fimm milljónir fyrir nátturuböð í Eyjafirði

Finnur Aðalbjörnsson hlaut fimm milljóna króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir verkefnið Náttúruböð í Eyjafirði.

Verkefnið felst í undirbúningsvinnu vegna uppbyggingar náttúrubaða í Eyjafirði. Það felur í sér hönnun á mannvirkjum, breytinga á aðal- og deiliskipulagi ásamt öðrum undirbúningi fyrir slíka framkvæmd.

Búið er að tryggja nýtingarrétt á vatninu og sveitarfélagið gefið vilyrði fyrir framgangi verkefnisins, m.a. í tengslum við skipulagsbreytingar. Hönnuðir, arkitektar, verktakar og aðrir hagsmunaaðilar eru tilbúnir að keyra verkefnið áfram af krafti og er stefnt að opnun um vorið 2022.

Hér má sjá öll verkefnin sem hlutu styrk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó