Fimmtán ára lenti í pressugámimynd: gamar.is

Fimmtán ára lenti í pressugámi

Fimmtán ára starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands varð fyrir vinnuslysi þegar hann lenti ofan í pressugám á mótökusvæðinu við Réttarhvamm á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt á vef Vinnueftirlitsins, en þar segir að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna sé ekki í samræmi við lög og reglur.

Börn og unglingar undir 18 ára aldri hafi verið við störf á svæðinu, en Vinnueftirlitið bannaði störf starfsmanna undir 18 ára við pressugáma, önnur hættuleg tæki og efni og einnig að handleika þungar byrgðar án þess að fullorðnir starfsmenn séu með.

Sambíó

UMMÆLI