Finnur Mar Ragnarsson Arctic Open meistari

Finnur Mar Ragnarsson Arctic Open meistari

Fertugasta Arctic Open móti Golfklúbbs Akureyrar lauk formlega á laugardagskvöldið og var það Finnur Mar Ragnarsson sem stóð uppi sem Arctic Open meistari árið 2025. 280 kylfingar voru skráðir til leiks í ár og mótið heppnaðist vel.

„Var virkilega gaman að fylgjast með þeim kljást við tvo keppnisdaga þar sem veðrið var eins og svart og hvítt. Á fimmtudeginum rigndi frá 22:10-05:00 þegar síðustu menn komu inn en á föstudeginum skartaði miðnætursólin sínu fegursta og fengu keppendur allt fyrir peninginn. Í ár voru 36 erlendir kylfingar skráðir til leiks og komu þeir frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Englandi, Skotlandi, Wales, Noregi og Danmörku,“ segir í tilkynningu á vef Golfklúbbs Akureyrar, GA.

Nánari umfjöllun og fleiri myndir frá mótinu má finna á vef GA með því að smella hér.

Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa í mótinu í ár:

Nándarverðlaun:
Fimmtudagur – 
4.hola: Úlfar Biering 114cm
8.hola: Guðmundur Gíslason 118cm
11. hola: Einar Viðarsson 86cm
14. hola: Kristófer Einarsson 155cm
18. hola: Sævar Guðmundsson 101cm

Föstudagur – 
4.hola: Ottó Hólm Reynisson 23cm
8.hola: Sæbjörg Guðjónsdóttir 144cm
11. hola: Björn Óskar 164cm
14.hola: Ingi Steinar Ellertsson 72,5cm
18.hola: Sæbjörg Guðjónsdóttir 29cm

Punktakeppni m/forgjöf – Arctic Open meistari
1.sæti: Finnur Mar Ragnarsson 81 punktur (betri seinni 18)
2.sæti: Valgeir Bergmann Magnússon 81 punktur
3.sæti: Halldór Guðmann Karlsson 78 punktar

Höggleikur án forgjafar
1.sæti: Ingi Steinar Ellertsson 145 högg
2.sæti: Víðir Steinar Tómasson 146 högg
3.sæti: Tumi Hrafn Kúld 147 högg

Höggleikur án forgjafar 55+ karlar
1.sæti: Guðmundur Sigurjónsson 156 högg
2.sæti: Bogi Nils Bogason 158 högg
3.sæti: Jón Þór Gunnarsson 160 högg

Höggleikur án forgjafar konur
1.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 165 högg
2.sæti: Unnur Elva Hallsdóttir 175 högg
3.sæti: Halla Berglind Arnarsdóttir 179 högg

UMMÆLI