Fjallað um sjálfbærni Akureyrarbæjar í nýju myndbandi Scania

Mynd: Dan Boman 2014

Sænska rútufyrirtækið Scania birti í dag grein á vef sínum þar sem fjallað er um Akureyri. Greinin ber yfirskriftina Hvernig á að vera vistvænn í norðri?“ Þar segir að gulu rúturnar frá Scania, sem sjást víða í bænum, séu til vitnis um skuldbindingu bæjarins til sjálfbærni.

Akureyri er stærsta borg Íslands utan Reykjavíkursvæðisins. Til að tryggja það að umhverfi bæjarins sé verndað hafa verið innleidd ótal sjálfbær verkefni,“ segir í greininni.

Í greininni er fjallað um vistvæna strætisvagna bæjarins en í umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins segir að stefnt skuli að því að allir strætisvagnar bæjarins noti umhverfisvæna orkugjafa fyrir árið 2020.

Í augnablikinu eru í gangi tveir metanvagnar á Akureyri. Annar verður afhentur árið 2019. Þar með munu þrír af fjórum strætisvögnum bæjarins ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Metanið sem knýr vagnana er framleitt af Norðurorku hér á Akureyri.

Í grein Scania kemur fram að Akureyri sé frábært dæmi um sjálfbærni upp á sitt besta og að stórt skref til framtíðar hafi verið tekið með innleiðingu vagnanna. Í myndbandi sem fylgdi greininni er rætt við Guðmund Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku en myndbandið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó