Fjölbreyttir viðburðir í Hofi í maí

Fjölbreyttir viðburðir í Hofi í maí

Maí mánuður verður fjölbreyttur í Menningarhúsinu Hofi.

Myndlistasýningin 10+ stendur yfir í Hamragili en sýningin, sem er samsýning 14 akureyrskra listakvenna sem hafa orðið á vegi Katrínar eiganda Kistu. Sýningin er haldin í tilefni rúmlega tíu ára afmælis Kistu í Hofi. Sýningin stendur til 22. maí.

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur fjölda vortónleika í mánuðnum. Nánari upplýsingar um viðburðina eru á mak.is og tonak.is.

Þann 6. maí var danssýningin Afsakið hlé en þá sýndu nemendur DSA afrakstur annarinnar. Dansskólinn Steps heldur svo sína sýningu laugardaginn 13. maí.

Tónleikarnir Steinunn Arnbjörg og stofutónlistin er á dagskrá í Hömrum 14. maí. Steinunn hefur fengið frjálsar hendur til að sníða efnisskrá sem varpar ljósi á viðfangsefni hennar í listum en um leið leyfir hún tónleikagestum að hlýða á bitastæð kammerverk í meðförum strengjaleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Miðasala er í fullum gangi á mak.is.

Þann 20. maí er komið að sönghópnum Rok sem heldur sýna fyrstu tónleika og ráðast þau ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur ætla að skella sér beint í rokkið. Hver er ekki til í nostalgíuna sem fylgir því að hlusta á lög með Scorpions, Heart, Queen, Led Zeppelin ásamt ýmsum öðrum í magnaðri rokksögu síðustu áratuga? Tónleikarnir eru styrktir af VERÐANDI listsjóði. Miðasala á mak.is.

Listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir verður með sumarsýninguna í Hofi þetta sumarið. Opnun sýningarinnar er 27. maí kl. 14.

Sambíó Sambíó

UMMÆLI

Sambíó Sambíó