Fjölgar áfram í sóttkví á Norðurlandi eystra

Fjölgar áfram í sóttkví á Norðurlandi eystra

Það fjölgar um þrjá í sóttkví vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra á milli daga samkvæmt upplýsingum á covid.is. Nú eru fimm einstaklingar skráðir í sóttkví á svæðinu.

Einn einstaklingur er í einangrun vegna smits á Norðurlandi eystra. Á landinu öllu eru greindust 22 kórónuveirusmit í gær, þar af voru 17 innanlandssmit.

Fjöldi smita bendir til þess að ný bylgja faraldursins sé að hefjast í landinu. Ríkisstjórn Íslands mun funda um stöðuna í dag.

Kaffið.is hefur óskað eftir frekari upplýsingum um smitið sem er skráð á Norðurlandi eystra frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og Almannavörnum. Við munum uppfæra lesendur um stöðuna þegar upplýsingar berast.

UMMÆLI