Fjölgar um einn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Fjölgar um einn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Áfram er aðeins einn aðili í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid-19. Það fjölgar hinsvegar í sóttkví á milli daga og nú eru tveir skráðir í sóttkví á svæðinu. Þetta er samkvæmt upplýsingum á covid.is.

Sjá einnig: Einn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

Aðeins eitt smit greindist innanlands í gær en fjöldi smita greindist um helgina. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um smitið sem er nú skráð á Norðulandi eystra en síðast greindist smit á Norðurlandi eystra, sem var ekki tengt landamærunum, um mánaðarmótin nóvember-desember árið 2020.

UMMÆLI