Fjölmenni viðstatt opnun SvanhildarstofuMynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net

Fjölmenni viðstatt opnun Svanhildarstofu

Fjölmenni var viðstatt opnun Svanhildarstofu HÆLISINS í gær 20. nóvember á 108. afmælisdegi Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar

Hún var móðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands og glímdi við berkla frá unglingsaldri.  Nýverið komu í ljós tugir bréfa milli Svanhildar og Gríms eiginmanns hennar sem ekki var vitað af.

Þau leyndust í blárri tösku sem Ólafur Ragnar færði Þjóðskjalasafninu ásamt 200 öðrum kössum fullum af gögnum eftir 20 ára dvöl á Bessastöðum. Það var óvænt og sterk upplifun fyrir Ólaf að kynnast foreldrum sínum upp á nýtt í gegnum bréfin sem Forlagið hefur nú gefið út á bók, Bréfin hennar mömmu. 

Ólafur Ragnar flutti ávarp og þakkaði Maríu Pálsdóttur forsprakka HÆLISINS fyrir að hafa orðið til þess að bréfin fundust því án hennar eftirgrennslan hefði hann sennilega aldrei farið að leita þessara bréfa. Einnig lásu Ólafur Ragnar og María upp úr bókinni sem er til sölu á HÆLINU og fæst þar árituð af Ólafi Ragnari.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó