Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 10. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, en sýningunni lýkur sunnudaginn 11. febrúar.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar. Aðgangur er ókeypis.

UMMÆLI