Prenthaus

Fjórir starfsmenn á Sak fóru í einangrun

Fjórir starfsmenn á Sak fóru í einangrun

Í núverandi bylgju Covid-19 faraldursins á Norðurlandi eystra hafa 35 komið á Covid göngudeildina á Sjúkrahúsinu á Akureyri og sjö þurft á innlögn að halda. Þá voru 62 starfsmenn Sjúkrahússins sendir í sóttkví og fjórir í einangrun. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar, forstjóra Sjúkrahússins.  

„Covid faraldurinn virðist vera í rénun hér Norðanlands. Enn eru þó smit í samfélaginu og þörf á fullri aðgát og smitvörnum. Þegar síðasti Covid-19 smitaði sjúklingurinn útskrifaðist um síðustu helgi fór sjúkrahúsið á óvissustig,“ skrifar Bjarni.

Hann segir að undirbúningur fyrir hvernig að bólusetningu verður staðið sé nú hafinn fyrst að framleiðsla og leyfi fyrir bóluefni við Covid-19 eru komin í sjónmál.

„Höldum áfram að fylgja þeim leiðbeiningum og reglum yfirvalda og viðbragsstjórnar og hugum vel að persónulegum sóttvörnum. Þannig tryggjum við öryggi sjúklinga og starfsmanna.“

UMMÆLI

Sambíó