Fjúkandi trampólín og fallnir ljósastaurar

Fjúkandi trampólín og fallnir ljósastaurar

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út á mánudagskvöld vegna storms sem gekk yfir Norðurland eystra. Á verkefnalista sveitarinnar mátti meðal annars finna fjúkandi trampólín og gróðurhús, hjólhýsi á ferðinn, fallna ljósastaura, lausar þakplötur og fok á byggingarsvæðum.

Sjá einnig: Aðgerðar­stjórn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra virkjuð í gær­kvöldi

Þrír hópar frá Súlum sinntu verkefnunum. Jón Kristinn Valdimarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði að töluvert hafi verið um foktjón í bænum. Engin slys hafi þó orðið á fólki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó