Flamenco í Deiglunni – Reynir Hauksson heldur einleikstónleika

Reynir Hauksson býr á Spáni þar sem hann spilar Flamenco tónlist.

Flamenco gítarleikarinn Reynir Hauksson mun halda einleikstónleika í Deiglunni þriðjudaginn 31. júlí klukkan 20:00.

Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari.

Það heyrir til tíðinda að Flamenco tónlist sé flutt á Íslandi, svo sjaldgæft er það. Draumur hans er að kynna og tengja þessa mögnuðu list við Ísland.

Reynir mun flytja þekkt Flamenco verk frá Andalúsíu í bland við eigin tónsmíðar.

Sambíó

UMMÆLI