Fljúgandi hálka á fullveldisdegi

Fljúgandi hálka á fullveldisdegi

Mikil hálka er nú á götum bæjarins, fullveldisdaginn 1. desember. Ef hundrað ára gamalt tölublað Dags er skoðað má sjá að aðstæður hafa líklega verið með svipuðum hætti í bænum á fullveldisdaginn árið 1920.

„Fullveldisdagurinn er í dag. Búðum lokað og almennur frídagur. Hálsbrot eiga þeir í vændum, sem ganga um götur bæjarins. Í fyrrakvöld steyptust margir fram af bakkanum utan við gamla pósthúsið. Kona datt á brunahana og skaðaði sig. Myrkrið á götunum er háskalegt bænum og stjórn hans til skammar. Á ekki bærinn eða getur veitt sér ódýrar olíuluktir, sem hægt væri að hengja á staura, svo hægt væri að gizka á rétta stefnu á götunum í Höfuðstað Norðurlands?“

Grenndargralið sendir góðar kveðjur til lesenda í tilefni fullveldisdagsins. Farið nú varlega í hálkunni.

Lesa má fleiri skemmtilegar og ekki eins skemmtilegar fréttir og tilkynningar úr Fullveldis-Degi frá árinu 1920 á heimasíðu Grenndargralsins.

UMMÆLI

Sambíó