Flogið milli Akureyrar og Keflavíkur á ný

Flogið milli Akureyrar og Keflavíkur á ný

Fyrsta áætlunarflug vetrarins með Air Iceland Connect á milli Akureyrar og Keflavíkur fór í gærmorgun frá Akureyri. Síðasta vor ákvað flugfélagið að hætta að bjóða upp á flugin en að lokum var tekin ákvörðun um að gera aðeins hlé yfir sumartímann.

Í vetur verður boðið upp á flugið fjórum sinnum í viku. Frá Ak­ur­eyri á mánu­dög­um, miðviku­dög­um, fimmtu­dög­um og föstu­dög­um og frá Kefla­vík á mánu­dög­um, miðviku­dög­um, fimmtu­dög­um og sunnu­dög­um.

Flogið verður á 37 sæta Bomb­ar­dier Q200-vél og eru því tæp­lega 300 sæti í boði í hverri viku. Þetta er töluvert minni vél en notuð var áður. Keflavíkurflugið mældist vel frá Akureyri meðal heimamanna síðasta vetur en fjöldi erlendra ferðamanna í fluginu stóðst ekki væntingar.

UMMÆLI

Sambíó