Flugvallarstrætó frá Akureyrarflugvelli

Flugvallarstrætó frá Akureyrarflugvelli

Þessa dagana vinnur ferðaþjónustu- og ökukennslu fyrirtækið Sýsli að því að setja á laggirnar flugstrætó sem mun tengja Akureyrarflugvöll við bæinn. Flugstrætóinn mun taka hring um bæinn og tengja þannig helstu bæjarhlutina, hótelin og tjaldsvæðið við flugvöllin.

Sýsli er lítið fyrirtæki sem starfar í ferðaþjónustu og ökukennslu á Norðurlandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri.

Þjónustan mun fara af stað 1. júní 2022 en von er á frekari upplýsingum þegar að nær dregur.

Sambíó

UMMÆLI