Prenthaus

Flugvél Niceair lenti á Akureyrarflugvelli í fyrsta sinn

Flugvél Niceair lenti á Akureyrarflugvelli í fyrsta sinn

Airbus A-319 flugvél Niceair lenti á Akureyrarflugvelli í dag í fyrsta sinn. Boðað var til móttöku- og nafngiftarhófs á Akureyrarflugvelli klukkan 14.00 og fjöldi fólks var viðstaddur.

Eliza Reid, forsetafrú, var viðstödd athöfnina og gaf vélinni nafnið Súlur. Jómfrúarferð Niceair verður á fimmtudaginn þegar flogið verður til Kaupmannahafnar beint frá Akureyri. Uppselt er í ferðina.

Niceair flýgur einnig til London og Tenerife í sumar. Á föstudaginn verður fyrsta flugið til London og á miðvikudaginn í næstu viku verður flogið til Tenerife í fyrsta sinn með Niceair.

Flogið verður tvisvar í viku til Kaupmannahafnar og London í sumar og vikulega til Tenerife. Í haust mun bætast Manchester á Englandi bætast við sem áfangastaður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó