Fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu

Fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu

Ökumaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Þetta kemur fram á mbl.is.

Maðurinn missti stjórn á bifreið sinni í krapa á heiðinni að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Bifreiðin endaði á hvolfi utan vegar.

Varðstjórinn segir það mikla heppni að ekki fór verr en þak bifreiðarinnar lagðist saman. Annar ökumaður sem kom að slysinu ók þanns lasaða á móti sjúkrabíl sem flutti hann á Sjúkrahúsið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru á þessari stundu.

UMMÆLI

Sambíó Sambíó