Forsetinn heimsótti Listasafnið á Akureyri og Smámunasafnið

Forsetinn heimsótti Listasafnið á Akureyri og Smámunasafnið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísland, heimsótti Akureyri og nágrenni í gær. Guðni heimsótti til að mynda Listasafnið á Akureyri og Smámunasafnið í Eyjafjarðasveit.

Guðni var á Akureyri í tilefni 20 ára afmælis Lagadeildar Háskólans á Akureyri þar sem hann hélt ávarp. Erindi forseta bar yfirskriftina Forsetinn og stjórnarskráin – sjö árum síðar. Í máli sínu rakti forseti meðal annars ýmis álitamál að fornu og nýju í sambandi við endurskoðun þjóðhöfðingjakaflans í stjórnarskrá Íslands.

Forsetinn heimsótti í kjölfarið Listasafn Akureyrar og Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Hlynur Hallsson, safnstjóri, gekk með Guðna í gegnum safnið og sagði frá 30 ára sögu þess og yfirstandandi sýningum.  Forsetinn virti meðal annars fyrir sér verk Magnúsar Kjartanssonar, The Visitors, sem verður á safninu fram á haust.

Sigríður Rósa Sigurðardóttir, safnstýra, leiddi forsetann svo um Smámunasafnið og leysti hann út með gjöfum.

„Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson heiðraði okkur með komu sinni í dag. Hann þáði ljúffengar vöfflur og kakó ásamt því að fá leiðsögn um allt safnið. Heimsóknin endaði í Saurbæjarkirkju. Guðni var að sjálfsögðu leystur út með gjöfum, forláta þvottabretti, sem að Sverrir smíðaði úr gömlum viði og gleri, ásamt dvd myndinni um Sverrir eftir Gísla Sigurgeirsson,“ segir á Facebook síðu Smámunasafnsins.

UMMÆLI