Frábær frammistaða KA ekki nóg til að enda í efri hlutanum

Frábær frammistaða KA ekki nóg til að enda í efri hlutanum

Knattspyrnulið KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þrátt fyrir glæsilegan 4-1 sigur á Vestra í gær. Sigurinn dugði KA ekki til að enda í efri hluta deildarinnar.

Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA mönnum yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA. Vestri jafnaði leikinn í síðari hálfleiknum en KA-menn létu það ekki á sig fá.

Hans Viktor Guðmundsson kom KA í 2-1 áður en Birnir Snær Ingason og Hallgrímur Mar bættu við mörkum. Lokastaðan 4-1.

KA er eftir leikinn í 7. sæti með 29 stig en deildinni nú hefst úrslitakeppni þar sem deildinni er skipt í efri og neðri hluta þar sem liðin í 1. til 6. sæti spila innbyrðis og liðin í 7. til 12. sæti spila innbyrðis.

COMMENTS