Fræðsluráð veitti 17 viðurkenningar til nemenda og kennara

Mynd: akureyri.is

Miðvikudaginn 23. ágúst fór fram afhending viðurkenninga fræðsluráðs Akureyrarbæjar til nemenda og kennara leik- og grunnskóla bæjarins sem þóttu hafa skarað fram úr eða sýnt góðar framfarir við nám og störf á síðasta skólaári. Alls fengu 11 nemendur grunnskóla viðurkenningar og 6 starfsmenn leik-og grunnskóla.
Formaður fræðslusviðs, Soffía Vagnsdóttir, bauð gesti velkomna og Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðslurráðs, afhenti rósir og viðurkenningarskjöl. Í lok dagskrár var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar. Mikilvægt er að veita því athygli sem vel er gert í skólastarfi og hvetja fólk til enn frekari dáða.

Eftirfarndi einstaklingar hlutu viðurkenningar fyrir:

STARFSFÓLK:
Jóhann Ingi Einarsson – Metnaðarfull þátttaka í verkefninu „ÚTVARP GLERÁRSKÓLI“.
Ómar Örn Jónsson – Metnaðarfull þátttaka í verkefninu „ÚTVARP GLERÁRSKÓLI“.
Sigrún Kristín Jónsdóttir – Framúrskarandi jákvæðni og nýsköpun í skólastarfi.
Hafdís Bjarnadóttir – Framúrskarandi jákvæðni og nýsköpun í skólastarfi.
Linda Óladóttir – Framúrskarandi jákvæðni og nýsköpun í skólastarfi.
Leikskólinn Pálmholt – Verkefnið STÆRÐFRÆÐI – SKIMUN

NEMENDUR:
Hulda Karen Ingvarsdóttir – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR FRAMÚRSKARANDI NÁMSÁRANGUR, ÁSTUNDUN, JÁKVÆÐNI OG HJÁLPSEMI
Bryngeir Óli Viggósson – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR FRAMÚRSKARANDI VILJA TIL AÐ NÁ ÁRANGRI OG AÐ AXLA ÁBYRGÐ Í EIGIN LÍFI
Atli Sigfús Aðalsteinsson – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR FRÁBÆRAR FRAMFARIR Á ÖLLUM SVIÐUM, EINKUM FÉLAGSFÆRNI
Jóhann Þór Bergþórsson – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ ÞORA AÐ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR OG VERA EINSTÖK FYRIRMYND FYRIR AÐRA NEMENDUR
Egill Andrason – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ ÞORA AÐ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR OG VERA EINSTÖK FYRIRMYND FYRIR AÐRA NEMENDUR
Egill Bjarni Gíslason – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ ÞORA AÐ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR OG VERA EINSTÖK FYRIRMYND FYRIR AÐRA NEMENDUR
Hafsteinn Davíðsson – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ ÞORA AÐ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR OG VERA EINSTÖK FYRIRMYND FYRIR AÐRA NEMENDUR
Tindra Guðrún Árnadóttir – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR EINSTAKT VIÐHORF TIL SKÓLA OG FRAMÚRSKARANDI SÖNGHÆFILEIKA

Sigurður Bogi Ólafsson – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ VERA EINSTÖK FYRIRMYND FYRIR SAMNEMENDUR SÍNA, BÆÐI Í FÉLAGSLÍFI OG NÁMI
Vala Alvilde Berg – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR AÐ VERA ÁBYRGUR NÁMSMAÐUR OG GÓÐUR SKÓLAÞEGN
Anna Þyrí Halldórsdóttir – HLÝTUR VIÐURKENNINGU FYRIR JÁKVÆÐNI, DUGNAÐ, SAMVISKUSEMI OG GLAÐLYNDI

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó