Framkvæmdir hjá Sambíóunum á AkureyriNý sæti í sal B

Framkvæmdir hjá Sambíóunum á Akureyri

Þessa daga standa yfir framkvæmdir og endurbætur í Sambíóunum Akureyri. Lokið hefur verið við vinnu við að skipta út sætum í öllu bíóinu og framundan eru frekari framkvæmdir.

„Til dæmis breytingar og endurbætur á innviðum. Það er von okkar að þessar breytingar muni koma til með að bæta upplifun bíógesta svo um munar. Sömuleiðis verður þjónustan bætt og núna verða allar kvikmyndir sem sýndar eru í Sambíóunum á höfuðborgarsvæðinu sýndar samtímis á Akureyri,“ segir Björn Árnason hjá Sambíóunum.

„Það hefur alltaf verið iðandi mann- og menningarlíf á Akureyri og hjá Sambíóunum viljum halda áfram að vera lifandi partur af því. Eftir Covid er það okkar tilfinning að Íslendingar hafi orðið of vant því að hanga heima og því vonum við innilega að þessar endurbætur á bíóinu verði hvatning fyrir bæjarbúa Akureyrar að kíkja út fyrir hússins dyr og njóta alls þess sem bærin hefur uppá að bjóða í afþreyingu, mat og menningu.“

„Við erum gríðarlega spennt að bjóða Akureyringa og nærsveitunga hjartanlega velkomna aftur til okkar í ferskt og endurbætt Sambíó Akureyri.“

UMMÆLI

Sambíó