Framkvæmdir hringtorgs við Lónsbakka

Framkvæmdir hringtorgs við Lónsbakka

Vegagerðin hefur hafið framkvæmdir á hringtorgi á gatnamótum Hringvegar 1 og Lónsvegar. Verktaki að verkinu eru Nesbræður ehf en skrifað var undir samning þann 14. mars en framkvæmdir hófust um miðjan apríl. Hringtorgið er fjármagnað af sjóði fyrir stærri öryggisaðgerðir utan höfuðborgasvæðisins og er mikilvæg öryggisaðgerð fyrir svæðið og gerir umferð og aðkomu inn á Akureyri og inn í ört vaxandi hverfi Hörgársveitar á Lónsbakka mun öruggari.,

Framkvæmdum á að vera lokið í nóvember í ár. Framkvæmdin hefur umtalsvert rask í för með sér og eiga vegfarendur ekki eftir að fara varhluta af því. Vegagerðin biðlar til vegafarenda að fara um framkvæmdarsvæðið með gát og vera vakandi fyrir þrengingum og breytingum á akreinum á meðan á framkvæmdum stendur. Verkinu er skipt upp í þrjá megin áfanga þar sem hraðinn verður tekinn niður í 30 km/klst. Síðasti áfanginn fer í frágang á miðeyjum og vegöxlum. Hringtorgið verður ein akrein en er undirbúin fyrir tvær akreinar til framtíðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af áfangaskiptingum framkvæmdarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó