Framkvæmdir í miðbænum stoppMynd: Helgi Steinar Halldórsson

Framkvæmdir í miðbænum stopp

Framkvæmdir við nýbyggingu við Hofsbót 2 í miðbæ Akureyrar hafa verið stopp um tíma núna en byggingafyrirtækið SS-Byggir hefur sagt sig frá verkinu sökum anna. Þetta kemur fram í Vikublaðinu.

Fyrirtækið Boxhús sér um húsið en SS-Byggir sá um framkvæmdir. Valdimar Grímsson, eigandi Boxhús, segir í samtali við Vikublaðið að leit standi yfir að öðrum verktaka en að það sé erfitt að finna einhvern í verkefnið.

Í umfjöllun Vikublaðsins segir að aðrar ástæður sem megi rekja til þess að vinna er stopp séu til dæmis sú staðreynd að endanlegar verkteikningar séu ekki klárar og kærur frá tveimur eigendum íbúða við Hofsbót 4.

Nánari umfjöllun má nálgast á vef Vikublaðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó