Akureyri-Færeyjar

Framleiðsla hjá Kexsmiðjunni lögð niður á Akureyri

Framleiðsla hjá Kexsmiðjunni lögð niður á Akureyri

Öll framleiðsla Kexsmiðjunnar á Akureyri mun flytjast í nýtt húsnæði Ísams á Korputorgi fyrir sunnan. Framleiðsla Fróns og Kexsmiðjunnar verður hér eftir undir sama þaki og magnframleiðsla kexvara hjá Kexsmiðjunni á Akureyri verður lögð niður. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Sjá einnig: Kristjánsbakarí segir upp starfsmönnum á Akureyri

Þar segir Kristján Theodórsson, framkvæmdastjóri Myllunnar, að það sé kostnaðarsamt að halda úti tveimur framleiðslustöðvum. Þar að auki muni áframhaldandi framleiðsla á Akureyri krefjast þess að ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir.

Ekki er frekari tilfærslna að vænta hjá fyrirtækinu á Akureyri, önnur starfsemi mun haldast óbreytt.

UMMÆLI