NTC netdagar

Framtíð Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Reykjavíkurflugvöllur. Mynd: isavia.is

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit þann 1. apríl sl.
Í tilkynningu frá ritara kjördæmisráðs kemur fram að á fundinum hafi verið lýst yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Hugsanlegur flutningur flugvallarins til Keflavíkur eða í Hvassahraun hefur ekki vakið miklar vinsældir, sér í lagi hjá Akureyringum og öðru landsbyggðarfólki. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ítrekað sagst vilja hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað og segja það gífurlega mikilvægt. Umræðan stóð sem hæst þegar neyðarbrautinni var lokað seint á síðasta ári og landsbyggðarfólk sá í hvað stefndi ef vellinum yrði lokað.

Þá er einnig haft eftir tilkynningunni:
Það er mikilvægt að þjóðin fái með beinum og lýðræðislegum hætti tækifæri til að segja hug sinn í málinu – hafi áhrif á það hvar flugvöllur­inn og miðstöð inn­an­lands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáan­legri framtíð.

Sjá einnig:

Flugmaður segir fólk á landsbyggðinni í lífshættu

 

Sambíó

UMMÆLI