Fréttakona á Norðurlandi á meðal þeirra sem sagt var upp hjá RÚV

Fréttakona á Norðurlandi á meðal þeirra sem sagt var upp hjá RÚV

Þremur fréttamönnum var sagt upp hjá RÚV síðdegis í gær. Þeirra á meðal var fréttakona RÚV á Norðurlandi.

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir þetta hluta af hagræðingaraðgerðum sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vegna niðurskurðar. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis um málið.

Fréttakonan hóf störf fyrir RÚV á Norðurlandi árið 2019. Hún var ein af þremur fréttamönnum RÚV á Norðurlandi. Nú eru tveir eftir, þeir Ágúst Ólafsson og Óðinn Svan Óðinsson.

UMMÆLI