Frístundastyrkurinn hækkar í 40 þúsundÁ Stefnumóti í Boganum. Mynd: Þórir Tryggvason

Frístundastyrkurinn hækkar í 40 þúsund

Ákveðið var við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu gjalda vegna íþrótta- og tómstundastarfs. Styrkurinn fyrir árið 2020 nemur 40 þúsund krónum á hvern iðkanda og gildir fyrir börn og ungmenni fædd 2003 til og með 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna á aldrinum 6-17 ára til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum. Frístundastyrkurinn hefur verið hækkaður í áföngum og hefur upphæðin fjórfaldast frá árinu 2014, líkt og sjá má á þessu yfirliti:

ÁrUpphæð frístundastyrks
2006-201410.000
201512.000
201616.000
201720.000
201830.000
201935.000
202040.000

Nýtingin hefur aukist samhliða hækkandi upphæð, en á allra síðustu árum hefur einnig verið lögð áhersla á að fjölga nýtingarmöguleikum. Styrkurinn einskorðast ekki við skipulagðar íþróttaæfingar eða námskeið myndlistar- eða tónlistarskóla, heldur má einnig nota hann til að kaupa aðgang að líkamsræktarstöðvum, vetrarkort í Hlíðarfjalli eða árskort í Sundlaug Akureyrar, svo eitthvað sé nefnt. 

Í þjónustugátt Akureyrarbæjar er hægt að sækja um frístundastyrk og skoða ráðstöfun þessa árs og fyrri ára. Hér eru einnig ýmsar upplýsingar um frístundastyrkinn. 

UMMÆLI

Sambíó